Skip to main content

Leikið á darabúku á Háskólatónleikum

Leikið á darabúku á Háskólatónleikum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. nóvember 2019 12:30 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Enginn aðgangseyrir
Öll velkomin

Á háskólatónleikum í hátíðasal Háskóla Íslands þann 13. nóvember nk. verða flutt þrjú verk eftir Áskel Másson. Með Áskeli, sem leikur á darabúku, leika Elísabet Waage, harpa, Guðni Franzson, klarínetta, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott, Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta, og Sigurður Halldórsson, selló, öll félagar í Caput.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og öll eru velkomin.

Á háskólatónleikum í hátíðasal Háskóla Íslands þann 13. nóvember nk. verða flutt þrjú verk eftir Áskel Másson.

Leikið á darabúku á Háskólatónleikum