Hvítleiki, menningarfordómar og skólakerfið — hádegisspjall | Háskóli Íslands Skip to main content

Hvítleiki, menningarfordómar og skólakerfið — hádegisspjall

Hvítleiki, menningarfordómar og skólakerfið — hádegisspjall - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. apríl 2021 12:00 til 13:15
Hvar 

Zoom-fundur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Jafnréttisnefnd Menntavísindasviðs heldur sinn annan fræðslufund í vetur og í þetta sinn er viðfangsefnið; hvítleiki, menningarfordómar og skólakerfið.

Smellið hér til að komast inn á fundinn.

Chanel Björk Sturludóttir og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad munu fjalla um upplifun sína af kynþáttahyggju og menningarfordómum og samspil þessa atriða innan skólakerfisins og úti í samfélaginu. Þær munu einnig ræða um forréttindablindu, öráreiti (e. micro agression) og hvítleika í íslensku samfélagi. Að því loknu er boðið upp á spurningar og spjall um hlutverk og ábyrgð fólks sem starfa í skóla- og frístundastarfi, sem og starfsfólks sem menntar kennara. 
Að viðburðinum loknum mun Miriam yfirtaka Instagram-síðu Menntavísindasviðs og svara spurningum sem tengjast kynþáttahyggju, menningarfordómum og hvítleika innan skólakerfisins. Viðburðurinn verður haldinn á Zoom en verður síðan gerður aðgengilegur í takmarkaðan tíma fyrir þau sem ekki komast á viðburðinn sjálfan.

Chanel Björk Sturludóttir er baráttukona fyrir jafnréttismál þeirra sem eru af erlendum uppruna á Íslandi. Sem blandaður Íslendingur sjálf, með rætur að rekja til Jamaíku, Bretlands og Íslands, þá hefur Chanel upplifað það að tilheyra mörgum ólíkum menningarheimum. Chanel hefur unnið að ýmsum verkefnum tengdum fjölmenningu á Íslandi. Þar á meðal var Chanel stjórnandi útvarps- og hlaðvarpsþáttanna Íslenska mannflóran á Rás 1 sem eru viðtalsþættir um fjölmenningu á Íslandi og reynsluheim blandaða Íslendinga.
Miriam Petra (Ómarsdóttir) Awad hefur lengi haft áhuga á málefnum fólks af erlendum uppruna og ávallt reynt að leggja sitt af mörkum í umræðunni um fordóma á Íslandi. Miriam á ættir að rekja til Bíldudals og Egyptalands og tengir því vel við skörun menningarheima og þjóðernis. Miriam er með BA gráðu í frönskum fræðum og meistaragráðu í hnattrænum tengslum en lokarannsókn hennar fjallaði um reynslu íslenskra kvenna af mið-austurlenskum uppruna af fordómum á Íslandi. Miriam hefur skrifað greinar og fjallað um fordóma á samfélagsmiðlum og í útvarps og sjónvarpsviðtölum.

Chanel Björk Sturludóttir og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad munu fjalla um upplifun sína af kynþáttahyggju og menningarfordómum og samspil þessa atriða innan skólakerfisins og úti í samfélaginu. Þær munu einnig ræða um forréttindablindu, öráreiti (e. micro agression) og hvítleika í íslensku samfélagi. Að því loknu er boðið upp á spurningar og spjall um hlutverk og ábyrgð fólks sem starfa í skóla- og frístundastarfi, sem og starfsfólks sem menntar kennara. 

Hvítleiki, menningarfordómar og skólakerfið — hádegisspjall