Skip to main content

Hugvísindaþing - fyrri dagur

Hugvísindaþing - fyrri dagur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. mars 2023 12:00 til 17:15
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hugvísindaþing 2023 verður haldið í Háskóla Íslands dagana 10. og 11. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Meðal þess sem fjallað verður um í ár er bókmenntagagnrýni, táknmál, Austurland, guðsmyndir, grýla, hetjur, ríkisvaldið, orðaforði, rímur og stafrænar skemmtanir. Sjá nánar á vef þingsins.

Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í Hátíðasal í Aðalbyggingu föstudaginn 10. mars kl. 12. Í kjölfarið flytur Vilhjálmur Árnason, prófessor emeritus í heimspeki, hátíðarfyrirlestur. 

Málstofur fara fram í Árnagarði, Lögbergi og Odda og verður dagskráin birt á síðu þingsins innan skamms. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Verið velkomin á Hugvísindaþing!

Hugvísindaþing 2023 verður haldið í Háskóla Íslands dagana 10. og 11. mars.

Hugvísindaþing - fyrri dagur