Skip to main content

Hitamyndataka úr flugvél – ný tækni til þess að fylgjast með jarðhitasvæðum og eldfjöllum

Hitamyndataka úr flugvél – ný tækni til þess að fylgjast með jarðhitasvæðum og eldfjöllum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. október 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Askja

Stofa 367

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kolbeinn Árnason,verkefnastjóri fjarkönnunar hjá Landmælingum Íslands og verkefnisstjóri við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands flytur fyrirlesturinn Hitamyndataka úr flugvél – ný tækni til þess að fylgjast með jarðhitasvæðum og eldfjöllum

Ágrip

Við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands hefur verið komið upp tækjabúnaði til hitamyndatöku úr flugvél. Með þessari tækni er hægt að taka samfelldar hitamyndir af stórum svæðum og mæla hitastigsbreytingar á yfirborði sem verða með tímanum. Nemi tækisins er kældur með fljótandi köfnunarefni (niður í -196 °C) til þess að auka næmnina og getur hann greint 0,03 °C hitastigsmun á jörðu niðri. Hitamyndatakan fer fram að næturlagi (eða eftir sólsetur) til þess að útiloka truflandi áhrif af inngeislun sólar á niðurstöðurnar og hægt er að mynda mörg hundruð ferkílómetra stór svæði með 1 m greinihæfni í hverri mælingaferð.