Hátækni ræktunarkerfi og hönnun þurrktækni fyrir framleiðslu á Astaxanthin | Háskóli Íslands Skip to main content

Hátækni ræktunarkerfi og hönnun þurrktækni fyrir framleiðslu á Astaxanthin

Hvenær 
14. júní 2018 15:00 til 16:00
Hvar 

Saga Medica

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tryggvi E Mathiesen mun halda opinn MS fyrirlestur í matvælafræði 14. júní kl.15 hjá SagaMedica, Suðurhellu 8, Hf um verkefni sitt: 

Hátækni ræktunarkerfi og hönnun þurrktækni fyrir framleiðslu á Astaxanthin.

Notkun náttúrulyfja og fæðubótarefna hefur færst í aukana á liðnum árum og markaðurinn fyrir þau aukist verulega. Astaxanthin er dæmi um andoxunarefni sem nýtur vaxandi vinsælda vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þau hafa í mannslíkamanum sem vörn gegn oxunarálagi. Náttúrulegt astaxanthin er framleitt um allan heim með mismunandi aðferðum. Ræktun þörungsins Haematococcus pluvialis er ríkasta uppspretta efnisins en hann þykir erfiður í ræktun. Af þeim sökum eru fá fyrirtæki á heimsvísu sem hafa náð árangri með ræktun hans. Þau kerfi sem í boði eru til ræktunar þörungsins hafa öll sína kosti og galla en megin markmið þessa verkefnis var að hanna ræktunarkerfi sem nýtir náttúruauðlindir Íslands til ræktunar þörungsins. Ásamt því að hanna ræktunarkerfið var framleiðsluferill andoxunarefnisins kannaður og ný þurrktækni hönnuð til vinnslu á efninu. Andoxunarefni eru í eðli sínu mjög hvarfgjörn og brotna því auðveldlega niður. Að þeim sökum var leitast við að hanna þurrkara sem lágmarkaði niðurbrot efnisins við vinnslu. Verkefnið gaf af sér ræktunarkerfi sem sótt hefur verið um einkaleyfi á til Einkaleyfastofu Ísland. Ræktunarkerfið er notað af líftæknifyrirtækinu Keynatura en fyrirtækið hefur smíðað sjö kerfi byggt á verkefninu sem notuð eru til framleiðslu á astaxanthin. Fyrirtækið notar einnig þurrkara sem hannaður var við gerð verkefnisins við vinnslu allra afurða sem framleiddar eru í ræktunarkerfunum.

Leiðbeinendur:Sigurjón Arason prófessor og Sjöfn Sigurgísladóttir.

Prófdómari: Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor