Háskólahlaupið 2018 | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólahlaupið 2018

Hvenær 
20. september 2018 18:00 til 19:30
Hvar 

Aðalbygging

Í Skeifunni við Aðalbyggingu

Nánar 
Skráningargjald 2000 kr.

Háskólahlaupið 2018 fer fram fimmtudaginn 20. september kl. 18 í nágrenni háskólasvæðisins. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.

Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin liggur í kringum Reykjavíkurflugvöll. Á lengri leiðinni er boðið upp á tímatöku.

Kort af hlaupaleiðum:
3 km hlaupaleið 

7 km hlaupaleið

Skráning Háskólahlaupið fer fram hér að neðan og er þátttökugjald 2.000 kr. Innifalið í þátttökugjaldi er íþróttabolur merktur Háskólahlaupinu 2018.

Skráningarfrestur er til miðnættis 18. september.

Til hagræðingar eru þátttakendur vinsamlegast beðnir um að greiða þátttökugjald með millifærslu í heimabanka. Merkja þarf millifærslu: „Háskólahlaup 2018“ og senda tölvupóst á haskolahlaup@hi.is.

Bankaupplýsingar: Kt. 600169-2039, Reikningur 137-26-85.

Einnig má greiða með peningum og kortum á upplýsingaborði í Aðalbyggingu Háskólans þegar keppnisgögn eru sótt.

Keppnigsgögnin, bolur (fyrir báðar vegalengdir) og númer (fyrir tímatöku í 7 km hlaupi), verða afhent á upplýsingaskrifstofu í Aðalbyggingu 19. og 20. ágúst kl. 9-16. Þátttakendur sem greitt hafa með millifærslu eru vinsamlegast beðnir um að framvísa staðfestingu á henni ásamt skilríkjum þegar keppnisgögn eru sótt.

Ath. Ekki er hægt að skrá sig í hlaupið á upplýsingaborði í Aðalbyggingu heldur eingöngu á Uglu.

--------------------

Háskólahlaupið fer nú fram í ellefta sinn með núverandi fyrirkomulagi en þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hlaupsins að hausti.

Myndband frá Háskólahlaupinu 2013:

Vakin er athygli á því að hlaupahópur háskólans hittist tvisvar í viku við íþróttahús skólans á Melunum, kl. 12 á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er tilvalið að slást í þann öfluga hóp en hann er opinn bæði starfsmönnum og stúdentum.

Háskólahlaupið 2018 fer fram fimmtudaginn 20. september kl. 18 í nágrenni háskólasvæðisins.

Háskólahlaupið 2018