Skip to main content

Geta tölvur verið góðir þerapistar? Málstofa Sálfræðideildar

Geta tölvur verið góðir þerapistar? Málstofa Sálfræðideildar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. janúar 2019 12:15 til 13:15
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 16. janúar heldur dr. Fjóla Helgadóttir sérfræðingur í klínískri sálfræði opinn fyrirlestur við Sálfræðideild Háskóla Íslands undir yfirskriftinni:

Geta tölvur verið góðir þerapistar?

Overcome Social Anxiety er sjálfvirkt og gagnreynt meðferðarprógram með notendur í yfir 30 löndum í heiminum. Í fyrirlestrinum verður farið yfir gervigreind og spurningunni svarað hvort og hvernig tölvur geti verið góðir þerapistar. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að þýða klíníska sálfræði og hugræna atferlismeðferð inn í algórithma og hvað computerized therapy er. Að lokum verður skoðað hvaða árangri hefur verið náð og hvað megi betur fara.

Ferilskrá

Fjóla lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Eftir útskrift fór hún til V-Ástralíu og lauk þar Postgraduate Diploma in Psychology árið 2006 og í framhaldi hóf hún sérfræðinám í klínískri sálfræði sem hún lauk árið 2008. Samhliða sérfræðinámi sínu hóf Fjóla doktorsnám við sálfræðideild Háskólans í Sydney árið 2007 og lauk því árið 2011. Fyrir doktorsverkefni sitt á gagnsemi tölvusálfræðings í meðferð á kvíða hlaut hún hin virtu verðlaun The Tracey Goodall Early Career Award.

Eftir doktorsnám var henni boðin staða við Oxford háskóla í Englandi sem Senior Research Clinician. Þar vann hún að verkefni á sviði átraskana og þunglyndismeðferðar. Markmið verkefnisins var að þjálfa meðferðaraðila um allan heim í að nota gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar. Á Oxford árunum stofnaði Fjóla fyrirtæki sitt AI-Therapy, sem gefur út meðal annars tölvuprógram við félagsfælni, en nýleg rannsókn á árangri þeirrar meðferðar varð gerð við Univeristy of British Columbia í Vancouver og birtist í tímaritinu Journal of Medical Internet Research, árið 2018. Einnig er búið að samþykkja til birtingar rannsókn sem sýnir að prógrammið er gagnlegt almennum notendum forritsins.

Fjóla hefur stundað rannsóknir í hugrænni atferlismeðferð í 15 ár og leggur mikla áherslu á árangursmiðaða meðferðarþjónustu. Rannsóknasvið hennar spanna breitt svið, allt frá tölvusálfræði til hjátrúar. Fjóla hefur haldið fyrirlestra á rástefnum um allann heim og birt fjölda fræðigreina.

Fjóla rekur nú 3 fyrirtæki, AI-Therapy og Dr. Fjola Helgadottir Psychology í Kanada og á Íslandi rekur hún stofu á Klapparstíg 25-27, Dr. Fjóla & Kompaní.

Fjóla Helgadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, flytur opinn fyrirlestur við Sálfræðideild þann 16. janúar kl. 12:15 í sal 101 í Odda.

Geta tölvur verið góðir þerapistar? Málstofa Sálfræðideildar