Skip to main content

Fyrirlestur: Hvers konar ríki er Rússland?

Fyrirlestur: Hvers konar ríki er Rússland? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. apríl 2018 16:00 til 18:00
Hvar 

Lögberg

205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Alexander Etkind, prófessor við European University Institute í Flórens, flytur fyrirlestur um Rússland á vegum námsleiðar í rússnesku og Eddu-öndvegisseturs. Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi 205 þriðjudaginn 24. apríl kl. 16-18 og er öllum opinn. 

Hvers konar ríki er Rússland? Gagnrýnin kenning um misheppnaða starfshætti

Deilt hefur verið um það – innan Rússlands sem utan – á undanförnum árum hvort Rússlandi vegni vel eða illa. Vinsældir stjórnvalda, einkum Pútíns, eru skýrðar með því að tekist hafi að reisa Rússland við eftir niðurlægingartímabil. Rússland hafi náð sínum fyrri styrk og sé nú stórveldi sem taka þurfi tillit til. Gagnrýnendur benda hins vegar á spillingu, takmarkaða uppbyggingu atvinnuvega, hörmulegt ástand innviða víða í landinu og fleira. Í fyrirlestri sínum horfir Alexander Etkind á Rússland samtímans frá sjónarhorni menningarfræði og menningarsögu og leitast við að greina það sem úrskeiðis hefur farið.

Alexander Etkind er prófessor við European University Institute í Flórens. Hann hefur gefið út fjölmörg rit og greinar um rússneska og evrópska menningarsögu. Nýjasta bók hans er Roads not Taken. An Intellectual Biography of William C. Bullitt en á síðasta ári var hann sömuleiðis einn ritstjóra bókarinnar Cultural Forms of Protest in Russia. Nýlegar greinar hans eru “How Russia Colonized Itself. Internal Colonization in Classical Russian Historiography” og “Post-Soviet Russia: The Land of the Oil Curse, Pussy Riot, and Magical Historicism”

 

Alexander Etkind.

Fyrirlestur: Hvers konar ríki er Rússland?