Skip to main content

Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun - Með fróðleik í fararnesti

Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun - Með fróðleik í fararnesti - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. apríl 2019 10:00 til 12:00
Hvar 

Fjara á höfuðborgarsvæðinu – auglýst sérstaklega síðar á fésbók og heimasíðu.

Nánar 
Brottför: Kl. 10 / Fjara á höfuðborgarsvæðinu – auglýst sérstaklega síðar á fésbók og heimasíðu.

Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiða ferð um fjöru á höfuðborgarsvæðinu þar sem fuglarnir safnast saman. Gott að koma með sjónauka og gjarnan fuglabækur. Gangan tekur um tvær klst.

Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands, Með fróðleik í fararnesti. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Göngurnar hafa löngu unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekkingu fólks, ekki síst ungmenna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmtilega hreyfingu.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiða ferð um fjöru á höfuðborgarsvæðinu þar sem fuglarnir safnast saman.

Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun - Með fróðleik í fararnesti