Skip to main content

Doktorsfyrirlestur í landfræði -  Theresa Bonatotzky

Doktorsfyrirlestur í landfræði -  Theresa Bonatotzky - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. nóvember 2021 15:00 til 16:30
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Doktorsefni: Theresa Bonatotzky

Heiti ritgerðar: Veðrun gjósku og áhrif hennar á jarðvegsmyndun sunnan Vatnajökuls (Weathering of volcanic tephra and its impact on soil formation south of Vatnajökull glacier)

Andmælendur:
Dr. Randy Dahlgren, prófessor við University of California Davis, Bandaríkjunum
Dr. Goran Durn, prófessor við University of Zagreb, Króatíu

Leiðbeinendur:
Dr. Guðrún Gísladóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Franz Ottner, prófessor við BOKU University, Austurríki
Dr. Egill Erlendsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans
Dr. Prof. Franz Zehetner, dósent við BOKU University í Vín, Austurríki

Fyrirlestrinum stýrir: Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor og deildarforseti Líf- og  umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands

Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu á milli Háskóla Íslands og BOKU University og fór vörnin fram við BOKU University í júní síðastliðnum.

Ágrip

Tíð eldgos með tilheyrandi gjóskufalli og stöðugt áfok vindborinna efna af ólíkum uppruna setja mestan svip á jarðvegsþróun á Íslandi. Skortur er á þekkingu á veðrun, myndun og ummyndun steinda í gjósku í íslenskum jarðvegi í kjölfar gjóskufalls. Í þessari ritgerð eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar kynntar, sem tekur til steindafræði og jarðvegsþróunar í mismunandi jarðvegsflokkum og í breytilegu umhverfi jarðvegsmyndunar.
Rannsóknarsvæðið er á virku eldfjallasvæði sunnan við Vatnajökul á Suðausturlandi. Á öllum sýnatökustöðum sem notaðir voru í rannsókninni finnast ljóslituð, súr gjóska frá Öræfajökulsgosi frá 1362 e.Kr. og dökklituð, basísk gjóska úr gosi í Veiðivötnum árið 1477 e.Kr.
Öll jarðvegssýni í þessari rannsókn reyndust súr og sandkennd. Hlutfall Feo/Fed > 0.75 gefur til kynna að efnaveðrun og jarðvegsþróun sé skammt á veg komin. Meginhluti agna í leirstærð felst í myndlausum (e. amorphous) eða ófullkomlega kristölluðum (e. poorly crystalline) efnum (allófan og ferrihýdrít). Engu að síður fundust ummerki um lagsíliköt á öllum sýnatökustöðum (smektít, steindir með hýdroxýl-jónir milli laganna og síð-steindina klórít). Lífræn efni voru ráðandi þáttur jarðvegsþróunar í mójörð (e. histosol), en flutningur gjósku með vindi yfir langar vegalengdir, tilflutningur gjósku og staðbundnir umhverfisþættir réðu meiru um jarðvegsþróun og ummyndun steinda en frumsamsetning móðurefnisins. Íslenskur jarðvegur þróast í síbreytilegu umhverfi. Ekkert jarðvegssniðanna mátti skilgreina sem vel þróað og öll sýndu þau ummerki um rask og áhrif frá ytri umhverfisþáttum.

Um doktorsefnið

Theresa Bonatotzky fæddist í Vín í Austurríki 1983. Hún lauk diplómaprófi í „Land- og vatnsstjórnun“ frá BOKU University í Vín árið 2011. Í júní 2021 lauk hún sameiginlegu doktorsnámi frá Háskóla Íslands og frá BOKU University.

 Theresa Bonatotzky

Doktorsfyrirlestur í landfræði -  Theresa Bonatotzky