Skip to main content

Banvænir drónar í Ísrael/Palestínu

Banvænir drónar í Ísrael/Palestínu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. janúar 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands

Banvænir drónar í Ísrael/Palestínu

Meginmarkmið landtökuríkja er að loka af samfélög innfæddra innan múra, landamæra og eftirlitsstöðva og gera innfædda þar með að flóttafólki í eigin landi. Margs konar sögur og mýtur eru notaðar til að réttlæta yfirráð landtökuríkisins á ‘hinu óbyggða landi’ á kostnað þeirra sem bjuggu þar fyrir í aldaraðir. Þjóðarmorðum, þjóðernishreinsunum og brottnámi er enn beitt en tækniframfarir hafa einnig átt sinn þátt í að auðvelda framfylgd á ómannúðlegum stefnum í áratugi. Nýjasta viðbótin eru banvænir drónar sem efnuð og ‘framþróuð’ ríki nota án ótta við hefndaraðgerðir. Slíkur hernaður býr til tálsýn um áhættulausan hernað þar sem óvinurinn og möguleg fórnarlömb eru afmennskuð og höfð undir stöðugu eftirliti á sama tíma og hermennirnir upplifa sig æðri hinum vanþróaða og ‘frumstæða óvini’.

Á þessum opna fundi mun Yaar Dagan Peretz, doktorsnemi við Keele University, fjalla um áhrif tækniframfara á stöðuna í Palestínu. Yaar er með LLB (2010) and LLM (2012) frá the College of Management Academic Studies í Ísrael. Hann hefur lagt fram stefnu á hendur ísraelska ríkinu fyrir hönd palestínsku þjóðarinnar en hann veitir flóttafólki, hælisleitendum og jaðarsettum hópum lagalega aðstoð.

Fundarstjóri: Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands

Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin

Opinn fundur um Ísrael/Palestínu á vegum Höfða friðarseturs

Banvænir drónar í Ísrael/Palestínu