Alþjóðleg ráðstefna um pólitísk neyðarvöld: States of Exception and the Politics of Anger | Háskóli Íslands Skip to main content

Alþjóðleg ráðstefna um pólitísk neyðarvöld: States of Exception and the Politics of Anger

Hvenær 
19. október 2018 9:15 til 20. október 2018 16:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rannsóknarsetrið EDDA við Háskóla Íslands, í samvinnu við norræna öndvegissetrið ReNEW, stendur fyrir alþjóðaráðstefnu 19.–20. október 2018 um neyðarvöld og stjórnmál undir heitinu States of Exception and the Politics of Anger. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Ríkisstjórnir og yfirþjóðlegar stofnanir hafa í vaxandi mæli nýtt sér neyðarheimildir til að takast á við aðsteðjandi vanda á borð við stjórnmálaólgu, hryðjuverk, náttúruhamfarir og fjármálakreppur. Á ráðstefnunni koma saman erlendir og innlendir fræðimenn á sviði sagnfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, lögfræði, heimspeki, félagsfræði og bókmenntafræði til að fjalla um neyðarvöld og –stjórnmál í samtímalegu og sögulegu samhengi.  Sjónum verður m.a. beint að áskorunum sem lýðræðiskerfið stendur frammi fyrir. Hér má m.a. nefna uppgang róttækra popúlískra þjóðernisflokka, fjármálakreppur, pólitískt ofbeldi, áhrif samfélagsmiðla og tæknibreytinga og birtingarmyndir eftirlitsiðnaðar og gagnagnóttar (e. Big Data).

Meðal erlendra fyrirlesara eru: Nadia Urbinati, prófessor í stjórnmálafræði við Columbia-háskóla í New York, James K. Galbraith, prófessor í hagfræði við Texas-háskóla í Austin, sem var ráðgjafi Yanis Varoufakis, fyrrv.fjármálaráðherra Grikklands, Claudia Aradau, prófessor í alþjóðastjórnmálum við King’s College í London og Hans Köchler, prófessor í heimspeki við Innsbruck-háskóla.

States of Exception and the Politics of Anger

Alþjóðleg ráðstefna um pólitísk neyðarvöld: States of Exception and the Politics of Anger