Skip to main content

Afstaða til heilsuójafnaðar og tekjuójafnaðar

Afstaða til heilsuójafnaðar og tekjuójafnaðar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. janúar 2018 11:00 til 12:00
Hvar 

Oddi

312

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hjördís Harðardóttir, doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Lundi heldur erindi um afstöðu fólks til ójafnaðar í heilsu og tekjum. Sérstaklega er sjónum beint að afstöðu hinna ýmsu þjóðfélagshópa.

Við rannsökum afstöðu einstaklinga til hvernig vega ber tekjuhópa þegar ójöfnuður í heilsu og tekjuójöfnuður er ákvarðaður. Afstaða er mæld með því að ákvarða rho-fastann í útvíkkaða Gini stuðlinum (e. extended Gini coefficient). Við mælum einnig ójafnaðarfælni (e. inequality aversion) með því að ákvarða Atkinsons epsilon, einnig fyrir ójöfnuð í heilsu og tekjum. Við berum saman niðurstöðurnar milli heilsu- og tekjuójafnaðar, rho-fasta og epsilon-fasta ásamt því að rannsaka fylgni bakgrunnsbreyta og afstöðu til ójafnaðar.

Hjördís Harðardóttir, doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Lundi.

Afstaða til heilsuójafnaðar og tekjuójafnaðar