Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins - 10 ár frá efnahagshruni | Háskóli Íslands Skip to main content

Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins - 10 ár frá efnahagshruni

Hvenær 
15. júní 2018 14:30 til 17:00
Hvar 

Oddi

201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir ráðstefnu í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála þann 15.júní 2018. Dagskráin eftir er tileinkuð því að 10 ár eru liðinn frá efnahagshruninu á Íslandi, og stendur frá kl.14:30 til 17:00, í Odda 201.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Kl. 14:30-16:30: Ráðstefna í tilefni á því að 10 ár eru liðinn frá efnahagshruni á Íslandi undir yfirskriftinni Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins. Í Odda 201. Flutt verða fjögur erindi:

                                   

Fjöldamótmæli í kjölfar hrunsins. Jón Gunnar Bernburg.

Í erindinu fjallar höfundur um fjöldamótmæli á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins. Einkanlega verður fjallað um tvær stærstu mótmælabylgjurnar, þ.e búsáhaldamótmælin 2008 til 2009 og Panamamótmælin vorið 2016. Höfundur gerir grein fyrir því hvernig hann hefur beitt blönduðum rannsóknaraðferðum til þess að geta gert grein fyrir tildrögum þessara mótmæla í félagsfræðilegu ljósi og til þess að varpa ljósi á þá drifkrafta sem liggja að baki útbreiddri þátttöku almennings í þessum mótmælum.

 

Þegar storminn hefur lægt. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Eftir efnhagshrunið 2008 hrundi traust á stjórnmálum og hefur það enn ekki verið endurheimt til sama marks og það var fyrir hrun. Sigurlaug kynnir rannsókn sína þar sem hún beinir sjónum sínum að þeirri hlið hins pólitíska kerfis sem snýr að skilum og efndum stjórnvalda. Rýnt er í sambandið milli ábyrgðar og trausts, en rannsóknir sýna að þetta samband er ekki einhlítt. Rannsóknin bendir til þess að þær upplýsingar um stjórnmál og viðskipti sem komið hafa fyrir almenningssjónir á umliðnum árum hafi vakið meðvitund almennings um birtingarmyndir siðferðis- og trúnaðarbrests og þannig gert almenning næmari fyrir framkomu og hegðun stjórnmála- og viðskiptaelítunnar en áður. Jafnframt bendir margt til þess að tilraunir til að endurheimta traust með aukinni ábyrgð geti ekki aðeins verið vandmeðfarin aðgerð heldur tvíbent.

 

Siðferði og samfélagsþróun eftir hrun. Vilhjálmur Árnason.

Í erindinu rifjar Vilhjálmur upp greiningu Vinnuhóps um siðferði og starfshætti á orsökum fjármálahrunsins, metur opinber viðbrögð við henni og velta því upp hvort þjóðin hafi dregið lærdóma af hruninu. Vilhjálmur fjallar um hvað hafi einkum staðið í vegi þess að lærdómarnir eru aðrir en megináhersla var lögð á í skýrslu Vinnuhóps um siðferði.  

 

Heilsufarslegar afleiðingar efnahagshrunsins. Arna Hauksdóttir.

Íslenska efnahagshrunið hafði á skömmum tíma mikil og augljós áhrif á efnahag landsmanna. Óljósara var hvort og þá hvernig þættir á borð við heilsu, líðan og heilsuhegðun breyttust. Á síðasta áratug hafa farið fram töluverðar rannsóknir á þessum áhrifum sem birst hafa í fjölda vísindagreina hérlendis og erlendis. Í erindinu verður fjallað niðurstöður nokkurra þeirra og lærdóma.

 

Kl. 16:30-17:00: Félag stjórnmálafræðinga veitir verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði (BA og MA stigi) sem var skilað á árinu 2017.

 

Kl. 17:00-18:30: Léttar veitingar og samkoma á kaffstofunni á 2.hæð Odda.

Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir ráðstefnu í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála þann 15.júní 2018. Dagskráin er tileinkuð því að 10 ár eru liðinn frá efnahagshruninu á Íslandi, og stendur frá kl.14:30 til 17:00 í Odda 201. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Afleiðingar og eftirköst efnahagshrunsins - 10 ár frá efnahagshruni