Skip to main content

Að nota Evrópska tungumálarammann í kennslu

Að nota Evrópska tungumálarammann í kennslu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. desember 2018 16:15 til 17:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í upphafi 21. aldar var Evrópski tungumálaramminn kynntur til sögunnar til að staðla lýsingu á tungumálakunnáttu innan og á milli tungumála. Nú er svo komið að varla má finna það námsefni, námskeið eða próf, sem ekki er tengt við stig Evrópska tungumálarammans (A1, A2, B1...). Því er þó ekki svo farið að það sé alltaf sama kunnátta sem farið er fram á fyrir eitt og sama stigið, þrátt fyrir alla þessa meintu stöðlun. Í kynningunni verður fjallað um notkun Evrópska tungumálarammans í íslensku sem öðru máli, með samanburði við ensku, spænsku og frönsku. Einkum verður fjallað um málfræði en einnig aðra færniþætti og hvernig nauðsynlegt er að halda jafnvægi þeirra á milli.

Gísli Hvanndal
Að nota Evrópska tungumálarammann í kennslu

Að nota Evrópska tungumálarammann í kennslu