Tæknifræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tæknifræði

Tæknifræði

210 einingar - BS gráða

. . .

Tæknifræði er fjölfaglegt og hagnýtt nám sem veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti Tæknifræðings.

Í náminu geta nemendur öðlast öfluga tækniþekkingu samhliða færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi. Með þessu taka nemendur virkan þátt í nýsköpun og tækniþróun.

Námið er kennt í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands í Hafnarfirði og einnig að hluta til í fjarnámi.

Grunnnám

Boðið eru upp á tvö kjörsvið:

""

Diploma í tæknifræði

Boðið er uppá 90 eininga grunndiploma í tæknifræði, hér má nálgast frekari upplýsingar um námsskipulag.

Diplómanám í tæknifræði undirbýr nemendur fyrir fjölmörg störf í hátækniiðnaði. Fimm kjörsvið eru í boði: forritun, rafeindatækni, véltækni, efnaiðnaði og lífefnaiðnaði. Námið nýtist að fullu við áframhaldandi nám í tæknifræði. 

 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:

  1. Sitja undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
  2. Ljúka undirbúningsáföngum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Námið undirbýr nemendur vel fyrir krefjandi og fjölbreyttan vinnumarkað.

Meðal helstu starfssviða tæknifræðinga eru:

  • Þróun tæknilausna fyrir sjávarútveg og heilbrigðisgeirann.
  • Hönnun stýringa og rafeindabúnaðar.
  • Mekatróník á þátt í að skapa tækni framtíðarinnar. Hér koma brautryðjendur og búa til sín eigin tækifæri.
  • Nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða.
  • Þróun og vinna við efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum.
  • Hönnun, rekstur og viðhald á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði.
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Félagslíf

  • Félag nemenda í tæknifræðinámi við Háskóla Íslands heitir ASKIT
  • Félagið heldur uppi öflugu félagslífi og gætir hagsmuna nemenda
Þú gætir líka haft áhuga á:
Rafmagns- og tölvuverkfræðiHugbúnaðarverkfræðiVélaverkfræði
IðnaðarverkfræðiSjúkraþjálfunarfræðiTannlæknisfræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
Rafmagns- og tölvuverkfræðiHugbúnaðarverkfræði
VélaverkfræðiIðnaðarverkfræði
SjúkraþjálfunarfræðiTannlæknisfræði

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram   Twitter    Youtube

 Facebook    Flickr