Sumarnám við Tsinghua University 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám við Tsinghua University 2019

Tsinghua University

-English below-

Umsóknarfrestur er 1. mars.

Nemendum við HÍ býðst að sækja um styrk frá Tsinghua University til að sækja tveggja vikna sumarnámskeið "Experiencing China" í Peking dagana 11.-24. júlí. Skólinn er almennt álitinn besti rannsóknaháskóli Kína og 17. besti háskóli heims samkvæmt QS styrkleikaröðuninni. Nemendur HÍ hafa undanfarin ár farið í sumarskóla Tsinghua og látið mjög vel af náminu sem og umgjörðinni allri. 

Í námskeiðunum fara nemendur í vettvangsferðir í fyrirtæki og víðar. Boðið er upp á móttökukvöldverð, námsferðir, galakvöldverð í lokin og ýmsa viðburði. Nemendur fá því að kynnast Pekingborg og nágrenni þar sem Kínamúrinn, Borgin forboðna og Himnahofið er m.a. að finna og upplifa þannig kínverska gestrisni og kynnast kínverskri menningu frá fyrstu hendi. Allar ferðir, húsnæði og skólagjöld eru innifalin í styrknum þannig að nemendur þurfa eingöngu að leggja út fyrir flugfari, ferðatryggingu og öðrum tilfallandi kostnaði. 

Sjö námskeið eru í boði þar sem viðfangsefnið er kennt með tilvísun til sama málaflokks í Kína. Viðfangsefnin eru: arkitektúr, skapandi borg, umhverfismál, alþjóðasamskipti, kynjafræði, þróun iðnaðar og borgarvæðing. Nemendur velja eða er úthlutað sæti í einu þessara námskeiða og eru með sömu nemendunum út námskeiðstímann. Þannig öðlast nemendurnir bæði kínverskt og alþjóðlegt tengslanet á meðan á námskeiðunum stendur.  

Almenn skilyrði
•    Umsækjandi skal vera nemandi við Háskóla Íslands og hafa lokið 60 ECTS einingum í grunnnámi hið minnsta 
•    Umsækjandi skal hafa litla sem enga þekkingu á Kína
•    Skrifstofa alþjóðasamskipta getur tilnefnt tvo nemendur í grunnnámi eða einn nemanda í framhaldsnámi í sumarskóla Tsinghua og áskilur sér rétt að taka annan hvorn kostinn á grundvelli þeirra umsókna sem berast.    

Rafræn umsókn
Umsóknum er skilað inn rafrænt ásamt fylgiskjölum í viðhengi. 

Fylgigögn

•    Námsferilsyfirlit með árangursröðun (fæst á Þjónustuborði)
•    Kynningarbréf (1 bls.)

Við mat umsókna er tekið tillit til kynningarbréfs, einkunna, framgangs í námi og viðtals (ef til kemur). 

Frekari upplýsingar eru veittar á Skrifstofu alþjóðasamskipta ask@hi.is og í síma 525 4311. 

----

Tsinghua University International Summer School – Experiencing China

Application deadline: March 1

Students at the University of Iceland can apply for a grant offered by Tsinghua University for a special summer program in Beijing from 11-24 July of this year. This is a unique opportunity for students to take part of their studies at a university that is commonly considered the top research university in China and ranked among top 17 in the world according to the QS rankings. Students from the University of Iceland have attended the summer program at Tsinghua for the last few years. Their opinion has been unanimous about the quality of the education and the extracurricular activities on offer.

During the summer school, students go on field visits to companies and institutions. The organizers offer a welcome dinner, study trips, gala dinner at the conclusion and various other events. Students get to know the city of Beijing and its surroundings, including the Great Wall, Forbidden City, Temple of Heaven, etc. Participating students, therefore, get to experience Chinese hospitality and culture first hand. All trips, housing, and school fees are included in the grant so students only have to pay for their airfare and other miscellaneous fees. 

Seven courses are on offer. The subject matter of each course is taught with a China focus. The subject matters on offer are: Architecture, Creative Cities, Environment, International Relations, Gender Studies, Industry Frontiers and Urbanization. Students either choose or get assigned a seat in a subject-specific course and attend classes with the same students throughout. Therefore, participating students get the opportunity to gain both a Chinese and an international contact network. 

Eligibility criteria:

  • Applicants shall be students at the University of Iceland and to have completed at least 60 ECTS credits at undergraduate level when the summer school starts. 
  • This program is intended for those students with little to no experience of China.
  • The International Office of University of Iceland can nominate two students at the undergraduate level or one student at the graduate level. The Office reserves the right to make a final decision about this based on the application received. 

 
Electronic application

Applications are submitted electronically along with accompanying documents in attachment

Accompanying documents:

  • Transcript of records with ranking (available at the Service Desk in the University Centre (Háskólatorg))
  • Personal statement (1 page)

During the selection process, the following are taken into account: the personal statement, grade transcript, academic progress as well as interview (if applicable). 

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.