Skip to main content

RHnet

HÍ er stærsti eigandi RHnet sem er rannsókna- og háskólanet Íslands.  Í löndum Evrópu er starfandi svokallaður NREN (e. National Research and Education Network) en RHnet er NREN Íslands.  Tilgangur og markmið RHnets er að veita tölvunetþjónustu fyrir háskóla og rannsóknastofnanir og annast tengingar við Nordunet og þar með evrópska rannsóknarnetið.  HÍ er ávallt með formennsku í stjórn RHnet og hefur sviðsstjóri Upplýsingatæknisviðs HÍ það hlutverk. Þá er HÍ með 3 stjórnarmenn af 5.