Skip to main content

Menntaský

Menntaský er heiti á Microsoft skýjageira (tenant) fyrir stofnanir sem tengjast menntun og kennslu.

Markmiðið Menntaskýs eru hagræðing í rekstri með sameiginlegum leyfiskaupum frá Microsoft og öðrum hugbúnaðarframleiðendur. Einnig er markmiðið samnýting þekkingar og reynslu þeirra aðila sem koma að stjórn og rekstri upplýsingatækni innan Menntaskýs.

Tæknileg stjórn Menntaskýs er í höndum Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið rekur þjónustuborð fyrir tæknilega tengiliði, sem oftast eru kerfistjórar, sem sjá um þjónustu við notendur hjá stofnunum innan Menntaskýs.

Menntaský er vettvangur fyrir samvinnu og umræðu. Einu sinni í mánuði eru haldnir fundir kerfisstjóra þar sem þekkingu og reynslu er deilt. Einnig starfar samráðshópur fulltrúa þátttakenda í Menntaskýi auk fulltrúa frá Umbru, sem fundar tvisvar í mánuði til að ræða nýjungar og stefnu í tæknimálum.

Ákvarðanir um stefnu og tæknilega útfærslu eru teknar í stýrihópi Menntaskýs, sem skipaður er fulltrúum frá Upplýsingatæknisviði HÍ.