Skip to main content

Upplýsingakerfi

Upplýsingatæknisvið sér um rekstur eins stærsta netkerfis landsins sem nær til flestra landshluta landsins.  Háskólanetið tengir saman á fjórða þúsund starfsmanna HÍ og undirstofnana með bæði fastlínusambandi sem og þráðlausum netum.  Háskólanetið er tengt rannsóknarneti RHnets sem tengir saman alla háskóla og rannsóknarstofnanir landsins.  Rannsóknarnetið er tengt Nordunet sem tengir í íslenska rannsóknarnetið við sambærileg evrópsk rannsóknarnet. 

Flóra upplýsingakerfa Háskóla Íslands er bæði litrík og fjölbreytt.  Lögð hefur verið áhersla á opin hugbúnað þar sem þess er kostur og þess gætt að ekki vera að finna upp hjólið þegar þess þarf ekki.  Upplýsingakerfin eru blanda af hugbúnaðarlausnum þróuð af Upplýsingatæknisviði og byggð á opnum hugbúnað og svo aðkeyptum tilbúnum lausnum frá ytri aðilum. 

Ugla er upplýsingakerfi sem búið var til í Háskóla Íslands fyrir meira en 20 árum og hefur síðan þá verið í mikilli þróun.  Segja má að Ugla sé stærsta núverandi samstarfsverkefni íslenskra háskóla en allir þeirra nema einn eru hluti af því samstarfi.  Til að skilja mikilvægi Uglu fyrir háskóla er rétt að hafa í huga að, ef undanskildar eru þarfir háskóla vegna fjárhags- og launabókhalds sem og til almenns skrifstofuhalds (t.d. samskiptakerfi, málakerfi, ritvinnsla og töflureiknar), nær Uglan til flestra annara þátta í starfsemi háskóla.  Uglan er upplýsingakerfi sem nær til nemendaskráarvinnslu, gerð kennsluskráar, utanumhald um námskeið, móttaku og úrvinnslu námsumsókna, prófahalds, útgáfu vottorða vegna náms, gerð kennslukannana, almennrar upplýsingamiðlunar sem innri vefur, utanumhald vegna starfsmannahalds sem og uppgjör á kennslu og rannsóknarstarfi.  Upptalning þessi er fjarri því að vera tæmandi en til viðbótar má nefna Ugla er með fjölmargar tengingar við önnur kerfi, t.d. kennslukerfi (Canvas), stundartöflukerfi (TermTime), prófakerfi (Inspera), greiðslukerfi banka og lánakerfi Menntasjóðs.  Þá hefur verið smíðað gagnagrunnur (Vöruhús gagna, kallað Mímir) vegna tölfræði og greiningar fyrirspurna. 

Uglan er í dag í notkun hjá öllum opinberu háskólunum og er einnig í notkun hjá Háskólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands.  Mikilvægi Uglu kerfisins fyrir starfsemi þessara háskóla er mikið.  Allt skipulag náms og kennslu byggir á notkun Uglu, sama gildir um alla umsýslu kennslunnar.  Umsýsla mannauðsmála byggir á Uglu.  Umsýsla notenda tölvukerfa er í Uglu.  Þá er Ugla mikilvæg fyrir miðlun upplýsinga í háskólasamfélaginu.  Það er því óhætt að segja að Ugla er í dag afar mikilvægt verkfæri fyrir háskólastarfsemi í landinu.   

Aðkeyptar lausnir sem upplýsingakerfi er fjölmargar.  Nefna má þar helst kennslukerfið Canvas, prófakerfið Inspera, upptökukerfið Panopto og stundartöflukerfið Termtime.  HÍ er þátttakandi í ÍRIS samstarfi Landsbókasafn sem byggir á PURE kerfinu en kerfið sýnir rannsóknarvirkni íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana.  Þá notar HÍ Microsoft 365 skrifstofuhugbúnaðinn, þ.e. Outlook, Teams, Word, Excel, Powerpoint og fl.