Skip to main content

Veiting heiðursdoktorsnafnbótar við Lagadeild Háskóla Íslands

Veiting heiðursdoktorsnafnbótar við Lagadeild Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2021 16:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hinn 6. október nk. verður Markúsi Sigurbjörnssyni veitt heiðursdoktorsnafnbót við Lagadeild Háskóla Íslands. Athöfnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu skólans miðvikudaginn 6. október kl.16.

Markús Sigurbjörnsson fyrrverandi prófessor við Lagadeild, hæstaréttardómari og forseti Hæstaréttar á að baki einstakan starfsferil og er tvímælalaust sá hæstaréttardómari sem hefur haft hvað mest áhrif á starfsemi Hæstaréttar og íslenska lögfræði. Markús var stundakennari og síðar prófessor í réttarfari frá 1988 til 1994. Markús átti veigamikinn þátt í mótun og framkvæmd þeirra breytinga sem voru gerðar á íslenskri dómstólaskipan og réttarfari sem komust á um mitt ár 1992. Samdi hann fjölda frumvarpa til nýrra laga á sviði réttarfars sem hafa síðan verið undirstaða réttarfarslöggjafar í landinu. Markús var skipaður hæstaréttardómari 1. júlí 1994 og gegndi því starfi allt þar til hann lét af störfum 30. september 2019 eða í rúmlega aldarfjórðung. Hann var varaforseti Hæstaréttar 2002 til 2003, forseti réttarins 2004 til 2005 og aftur um fimm ára skeið 2012 til 2016. Frá því að Markús var skipaður hæstaréttardómari hefur hann gegnt starfi prófdómara við Lagadeild á nokkrum réttarsviðum en þó einkum á sviði réttarfars. Er einkar vel við hæfi að Markús verði heiðursdoktor Lagadeildar í tengslum við 100 ára afmæli Hæstaréttar og 110 ára afmæli Háskóla Íslands.

Markús Sigurbjörnsson fv. prófessor, hæstaréttardómari og forseti Hæstaréttar.

Veiting heiðursdoktorsnafnbótar við Lagadeild Háskóla Íslands