Skip to main content

Áhrif efnahagshrunsins á almenna líðan og atvinnustöðu fólks með og án geðræns vanda

Áhrif efnahagshrunsins á almenna líðan og atvinnustöðu fólks með og án geðræns vanda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. september 2018 12:30 til 15:00
Hvar 

Askja

Stofa 128

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Unnur Jónsdóttir ver meistaraverkefni í lýðheilsuvísindum frá Læknadeild:

Prófdómari er Þórhildur Halldórsdóttir, nýdoktor við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum.

Leiðbeinandi Unnar er Kristjana Einarsdóttir, dósent við Læknadeild, meðleiðbeinandi er Edda Björk Þórðardóttir, nýdoktor við Læknadeild, og einnig á sæti í meistaranefnd Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild.

Vörnin er öllum opin.

Ágrip: 

Efnahagshrunið 2008 hafði miklar afleiðingar fyrir fólk almennt og hafa rannsóknir sýnt að efnahagshrunið hafði mikil áhrif á andlega heilsu fólks. Lítið hefur þó verið fjallað um áhrif efnahagshrunsins á almenna líðan fólks með geðrænan vanda.

Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman andlega líðan og atvinnustöðu fólks með og án geðræns vanda, fyrir og eftir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarhópurinn byggðist á íslensku þýði á aldrinum 18-69 ára úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga frá Embætti Landlæknis.

Hópnum var skipt í tvennt eftir því hvernig þeir svörðu spurningum um geðræn vandamál.

Notast var við 7 atriða Warwick Edinburgh Well-being kvarða til að ákvarða alemenna líðan og 4-atriða Perceived Stress kvarða til að ákvarða streitu.

Notast var við lógistíska aðhvarfsgreiningu til að kanna breytingar á almennri líðan, streitu og atvinnustöðu árin 2009 og 2012 með árið 2007 sem viðmiðunarár. Einnig var notast við lógistíska aðhvarfslgreiningu til að skoða atvinnustöðu fólks með geðrænan vanda þar sem fólk án geðræns vanda var sem viðmiðunarhópur.