Skip to main content

Um hliðartexta í þýðingum. Piltur og stúlka á þýsku

Um hliðartexta í þýðingum. Piltur og stúlka á þýsku  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2018 16:15 til 17:15
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þegar kemur að hliðartextum (paratextum) sem fylgja þýðingum eru gjarnan uppi skiptar skoðanir. Oftar en ekki finnst fólki að þýddur texti eigi ekki að vera rammaður inn af textum þýðanda, útgefanda eða annarra. Samt sem áður gegna hliðartextar á borð við formála, inngang, neðanmáls- eða aftanmálsgreinar, tileinkanir, greinarskrif o.fl. mikilvægu hlutverki. Hliðartextar geta verið öflugt verkfæri í höndum þeirra sem vinna við þýðingar. Þeir geta stýrt viðtökum og haft afgerandi áhrif á útbreiðslu og túlkun þýddra texta og eru því vert rannsóknarefni í þýðingafræði.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig austurríski þýðandinn Jósef C. Poestion (1853-1922) beitti hliðartextum við þýðingu sína á Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen og öðrum íslenskum textum. Spurt verður hvaða hlutverki viðbætur þýðandans gegndu og hvort aðferðir af þessu tagi tíðkuðust við þýðingar úr íslensku yfir á þýsku undir lok 19. aldar.

Facebook viðburður HÉR

 

Marion Lerner

Um hliðartexta í þýðingum. Piltur og stúlka á þýsku