Skip to main content

Fuglaskoðun í Grafarvogi – Með fróðleik í fararnesti

Fuglaskoðun í Grafarvogi – Með fróðleik í fararnesti - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. apríl 2018 13:00 til 15:00
Hvar 

Bílastæðið við Grafarvogskirkju

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þegar farfuglarnir okkar flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Laugardaginn 21. apríl kl. 13 mun Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiða gönguferð í Grafarvog þar sem farfuglarnir safnast saman. Ferðin er í röðinni „Með fróðleik í fararnesti“ og tekur hún um tvær klukkustundir.

Tómas Grétar mun bjóða upp á fræðslu um líf þeirra fugla sem ber fyrir augu en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sjónauka og gjarnan fuglabækur til að fletta í. Það verður samt án efa hægt að fletta duglega upp í Tómasi Grétari enda mikill fuglasérfræðingur og með margra ára reynslu í rannsóknum á fuglum himinsins.

Gangan er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags barnanna, sem er angi innan Ferðafélags Íslands Íslands, og Háskóla Íslands, Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Laugardaginn, 21. apríl, mæting kl. 13 á bílastæðið við Grafarvogskirkju.

Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi, leiðir fuglaskoðunarferð eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár.

Fuglaskoðun í Grafarvogi – Með fróðleik í fararnesti