Skip to main content

Réttmæti dýralíkana og áhrif þeirra á hagnýta atferlisgreiningu

Réttmæti dýralíkana og áhrif þeirra á hagnýta atferlisgreiningu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. mars 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gabriela E. Lopez-Tolsa, doktorsnemi við Universidad Nacional de Educación a Distancia í Madríd, flytur erindi um doktorsrannsóknir sínar á sviði atferlisgreiningar (e. behavior analysis). Fyrirlesturinn, sem verður á ensku, verður haldinn í stofu 101 í Odda kl. 12-13 fimmtudaginn 1. mars. Allir eru velkomnir.

Erindi Gabrielu ber heitið „Validity of animal models and their impact in applied behaviour analysis“ og lýsir hún innihaldi hans á eftirfarandi hátt á ensku:
The goal of applied analysis of behaviour (ABA) is to identify environmental variables and use different strategies and techniques to produce change in socially significant behaviours. Those strategies and techniques are based on scientific research in experimental analysis of behaviour, although communication between both areas does not always occur. In recent years, the use of animal models in the laboratory has increased because the results obtained from those experiments should be more easily translated to ABA maintaining an elevated control of the studied variables. Some of those models use physiological variables to imitate human phenomena instead of behavioural or environmental variables that are identified and changed in humans, this becomes problematic when translating the experimental results into ABA techniques. The experimental basis and validity of the principal results of animal models such as learned helplessness, delay discounting, activity-based anorexia, stereotypy in autism, hyperactivity and substance abuse will be analysed and discussed.

Gabriela E. Lopez-Tolsa lauk BA-próf í sálfræði frá Universidad del Valle de México og var með hæstu einkunn í sínum árgangi. Þá lauk  MS-gráðu í atferlisvísindum á sviði atferlisgreiningar frá Universidad de Guadalajara.

Gabriela er doktorsnemi hjá dr. Ricardo Pellón í Universidad de Educación a Distancia (UNED) í Madrid á Spáni. Titill doktorsverkefnisins sem hún vinnur að er „Adjunctive Behaviours and Temporal Learning“. Gabriela hefur frá árinu 2011 unnið á tilraunastofum í atferlisgreiningu þar sem dýr eru þátttakendur og er með vottun frá spænskum yfirvöldum um faglega og siðferðislega rétta meðhöndlun dýra. Hún vann nýlega verðlaun sem B. F. Skinner Foundation veitir árlega nemanda í Evrópu fyrir rannsóknir í atferlisgreiningu. Gabriela hefur haldið yfir 30 kynningar á ráðstefnum og birt sex rannsóknargreinar og bókarkafla.

Erindi Gabrielu er í boði Sálfræðideildar og Rannsóknastofu í atferlisgreiningu.

Gabriela E. Lopez-Tolsa, doktorsnemi í Universidad Nacional de Educación a Distancia í Madríd, flytur erindi um doktorsrannsóknir sínar á sviði atferlisgreiningar (e. behavior analysis).

Notkun dýralíkana á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar