Skip to main content
23. mars 2016

Skúli Mogensen á atvinnulífsmálstofu

Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hélt fyrirlestur í atvinnulífsmálstofu Viðskiptafræðideildar á dögunum. Erindið bar heitið „Heimsyfirráð eða dauði“.

Í erindi sínu ræddi Skúli um lykilatriði á bak við þróun og árangur WOW Air og greindi frá þeim þáttum sem hann lagði til grundvallar ákvarðanatöku sinni að stofna flugfélagið á sínum tíma. Einnig ræddi hann um þau vaxtartækifæri sem felast í flugstöðinni og tók dæmi af flugstöðinni í Katar.

Vel var mætt á atvinnulífsmálstofuna en um er að ræða nýjung hjá deildinni. Markmiðið með þessum málstofum er að efla tengsl deildarinnar enn frekar við atvinnulífið.

Skúli Mogensen
Atvinnulífsmálstofa Viðskiptafræðideildar
Skúli Mogensen
Atvinnulífsmálstofa Viðskiptafræðideildar