Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Tómstundastarf gegnir mikilvægu menningar- og uppeldishlutverki í nútímasamfélagi. Í tómstunda- og félagsmálafræði er fjallað um gildi, þýðingu og hlutverk tómstunda- og félagsmálastarfs fyrir fólk á öllum aldri. Námið veitir sérþekkingu til starfa á sviði tómstunda- og félagsmála.

Meginfræðasvið eru tómstundafræði, sálfræði, félagsfræði og siðfræði. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að stjórna, skipuleggja, framkvæma og meta tómstundastarf.

Markmið námsins er að veita þekkingu og hæfni til að sinna verkefnum á sviði tómstunda- og félagsmála. Í náminu eiga nemendur að tileinka sér þekkingu á gildi tómstunda og hlutverki tómstundastarfs í nútímasamfélagi. Náminu er ætlað að fræða nemendur um tómstundir fyrir fólk á öllum aldri en áhersla er lögð á börn og ungmenni.

Fyrirkomulag kennslu

Tómstunda- og félagsmálafræði er kennd í fyrirlestrum og umræðutímum. Þá er farið í vettvangsheimsóknir og útivistarferðir. Þátttaka í kennslustundum er mikilvæg og er mikið lagt upp úr gagnvirkum samskiptum nemenda og nemenda og kennara með rafrænum hætti. Staðbundnar lotur eru þrjár á hvoru misseri, í þeim námskeiðum sem boðin eru í fjarnámi.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.