Skiptinám | Háskóli Íslands Skip to main content

Skiptinám

Netspjall

Menntavísindasvið starfar í alþjóðlegu umhverfi og hafa deildir sviðsins möguleika á samstarfi við fjölda erlendra háskóla um nemendaskipti, rannsóknir, starfsmannaskipti og fleira. Í flestum námsleiðum gefst nemendum kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla. Áhersla er lögð á alþjóðleg samskipti og er stöðugt unnið að því að styrkja þau og efla.

„Skiptinám er svo miklu meira en nám. Að fara út og takast á við alls kyns áskoranir, kynnast nýju landi, menningu og fólki. Dvölin í Danmörku hefur fært mér ógleymanlegar minningar og vini frá öllum heimshornum.“ — Kolbrún Helga Pálsdóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræði

Nemendur og kennarar geta t.d. sótt um styrki gegnum Nordplus-áætlunina og Erasmus-áætlunina.

Viltu vita meira?
Skrifstofa alþjóðamála veitir nánari upplýsingar.
Alþjóðafulltrúi Menntavísindasviðs er Guðbjörg Oddný Friðrikdóttir.
Sími: 525 5918. Netfang: gof@hi.is

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.