Íþróttakennaranám | Háskóli Íslands Skip to main content

Íþróttakennaranám

Íþrótta- og heilsufræði er fræðilegt, verklegt og starfstengt 180 eininga BS-nám. Nemendur geta valið á milli tveggja kjörsviða; kennslu eða þjálfunar. Meðal kennslugreina eru líffæra- og lífeðlisfræði, þjálfunarlífeðlisfræði, líkams-, heilsuræktar- og íþróttaþjálfun, hreyfingafræði, næringarfræði, heilsufræði, félagsfræði, kennslufræði, sálfræði, íþróttasálfræði, útivist og ýmsar íþróttagreinar.

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði er ætlað þeim sem stefna að því að starfa við íþróttakennslu í grunn- eða framhaldsskólum. Lögð er áhersla á að auka þekkingu á áhrifum hreyfingar og þjálfunar á heilsufar og líkamsgetu fólks og auka skilning á tengslum mataræðis, hreyfingar og heilsu. Námið veitir leyfisbréf til kennslu.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.