Íþróttakennaranám | Háskóli Íslands Skip to main content

Íþróttakennaranám

Íþrótta- og heilsufræði er fræðilegt, verklegt og starfstengt 180 eininga BS-nám. Nemendur geta valið á milli tveggja kjörsviða; kennslu eða þjálfunar. Meðal kennslugreina eru líffæra- og lífeðlisfræði, þjálfunarlífeðlisfræði, líkams-, heilsuræktar- og íþróttaþjálfun, hreyfingafræði, næringarfræði, heilsufræði, félagsfræði, kennslufræði, sálfræði, íþróttasálfræði, útivist og ýmsar íþróttagreinar.

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði er ætlað þeim sem stefna að því að starfa við íþróttakennslu í grunn- eða framhaldsskólum. Lögð er áhersla á að auka þekkingu á áhrifum hreyfingar og þjálfunar á heilsufar og líkamsgetu fólks og auka skilning á tengslum mataræðis, hreyfingar og heilsu. Námið veitir leyfisbréf til kennslu.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.