Skip to main content

Að námi loknu

Útskrifaðir næringarfræðingar (með MS próf) vinna við ýmis störf. Næringarfræðingar taka þátt í stjórnun, stefnumörkun áætlunum, eftirliti og ákvörðun um næringarfræðileg málefni og ráðleggingar um mataræði. 
Næringarfræðingar starfa meðal annars hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, eftirlits- og stjórnsýslustofnunum, háskólum og öðrum menntastofnunum, og heilbrigðisstofnunum. 
Störf næringarfræðinga eru mjög fjölbreytt en þeir vinna meðal annars við rannsóknir, vöruþróun, markaðsmál, kynningarmál, áætlanir, eftirlit, gæðamál, stjórnun og ráðgjöf. 

Tækifæri á sviði næringarfræði eru mikil og er uppbygging á þessu sviði mikilvægur grundvöllur í átt að bættri heilsu þjóðarinnar og aukinna verðmætasköpunar í íslensku hagkerfi. Hagnýtt framhaldsnám í næringarfræði gefur nemendum spennandi tækifæri til að taka að sér leiðandi hlutverk í uppbyggingu þessarar greinar. Áhugi almennings á góðum og næringarríkum mat fer og þörf fyrir næringarþekkingu eykst sífellt.  Allt þetta kallar á næringarfræðinga til margra starfa í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi