Skip to main content

Um MA-nám í frönskukennslu

MA-nám í frönskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í frönsku á framhaldsskólastigi. Námið er skipulagt og kennt í samvinnu við Menntavísindasvið. Nemandi tekur 60 einingar í kennslufræði, þar af 50 einingar á Menntavísindasviði og 10 einingar í Mála- og menningardeild. Hann skal einnig ljúka 60 einingum í frönsku, þar af 30 eininga lokaverkefni. Æskilegt að taka námskeið í frönsku samhliða námi á Menntavísindasviði.

MA í frönskukennslu er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í frönsku í framhaldsskólum. Jafnframt er það undirbúningur undir störf sem fela í sér umsjón með frönskukennslu í skólum eða fræðsluumdæmum (deildar- eða fagstjórn, endurmenntun).

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.