Inntökuskilyrði í BS-nám í hjúkrunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði í BS-nám í hjúkrunarfræði

Netspjall

Umsóknarfrestur í grunnnám í Háskóla Íslands er til 5. júní ár hvert. 

Til að hefja nám við Hjúkrunarfræðideild skulu nemendur hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá verk- og raunvísindadeild Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. Nemendur sem lokið hafa aðfararnámi að öðrum háskólum en Háskóla Íslands geta sótt um undanþágu frá þessum inntökuskilyrðum. 

Nemendur sem óska eftir að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði skulu gangast undir A próf.

Kennslusvið Háskóla Íslands í samráði við Hjúkrunarfræðideild annast undirbúning og framkvæmd A-prófsins. Einkunn fyrir frammistöðu á inntökuprófi er gefin á sérstökum einkunnastiga sem ákveðinn er fyrir það próf. 

Við ákvörðun um inntöku í BS-nám við Hjúkrunarfræðideild gildir þessi frammistaða 70% og meðaleinkunn úr kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði í námi til stúdentsprófs 30%.

Lágmarksárangur á inntökuprófi miðast við 185 stig

Þeir umsækjendur sem bestum árangri ná á inntökuprófi að viðbættri veginni meðaleinkunn kjarnagreina á stúdentsprófi samkvæmt framangreindu fá aðgang að BS-námi við Hjúkrunarfræðideild. Hafi umsækjandi tekið fleiri en eitt inntökupróf á síðustu 11 mánuðum áður en umsóknarfrestur rann út skal miða við það próf sem gaf besta niðurstöðu.


Undirbúningur fyrir hjúkrunarfræði

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 fein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 fein á 3. þrepi í líffræði. 

Hjúkrunarfræði felur í sér náin samskipti og vinnu með fólki og leggur því áherslu á greinar sem auka skilning nemenda á manninum, eiginleikum hans og starfsemi. Góður undirbúningur í íslensku, ensku og stærðfræði er mikilvægur. Þeim sem ekki hafa góða undirstöðu í efnafræði er bent á námskeiðið Aðfaranám í almennri efnafræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem alla jafna er haldið í ágústmánuði. 

Umsókn um BS-nám við Hjúkrunarfræðideild er tvíþætt. Nemendur þurfa að: 

  1. Skrá sig í A-próf 
  2. Sækja um nám við Háskóla Íslands

Fjöldatakmörkun í grunnnám í hjúkrunarfræði árið 2018 miðast við 120 nemendur.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.