Sumarnám við Nordic Centre í Indlandi 2020 | Háskóli Íslands Skip to main content

Sumarnám við Nordic Centre í Indlandi 2020

-English below-

Umsóknarfrestur er 2. mars.

Nemendum Háskóla Íslands býðst að sækja um sumarnám við Nordic Centre á Indlandi. Þetta er einstakt tækifæri til að taka hluta af háskólanáminu við virta háskóla á Indlandi og uppgötva ævintýralegan menningarheim Indlands. 

Nordic Centre India (NCI) er samnorræn menntamiðstöð sem Háskóli Íslands er félagi að. Á hverju ári fara nemendur og fræðimenn frá háskólum víðs vegar af Norðurlöndunum til að stunda nám og rannsóknir við miðstöðina í Nýju Delí og hafa þar afnot af gestaíbúð.  Mikill metnaður er lagður í sumarnámskeiðin og kemst takmarkaður fjöldi nemenda við aðildarskólana að á hverju ári. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við hátt skrifaða háskóla víðs vegar á Indlandi. Nemendur gista á vistum og verða hluti af samnorrænum nemendahópi og öðlast því tengslanet á Indlandi og á hinum Norðurlöndunum. 

Árið 2020 er boðið upp á eftirfarandi námskeið: 

Skólagjöld eru hófleg miðað við sambærilegt nám í landinu þar sem nemendur koma frá norrænum háskólum sem eiga aðild að NCI fá góð kjör. Gisting er innifalin í tveimur fyrrnefndu námskeiðunum. 

Námskeiðin eru 7.5 ECTS einingar en hægt er að skila inn sérstöku ritgerðarverkefni í lokin og fá 10 ECTS einingar fyrir samtals, standist verkefnið kröfur. Með námssamningi og samþykki deildar má fá einingarnar metnar inn í námsferil við Háskóla Íslands.

Almenn skilyrði
Umsækjandi skal vera nemandi við Háskóla Íslands og hafa lokið 60 ECTS einingum þegar námskeiðið hefst. 

Rafræn umsókn

Fylgigögn með umsókn:

  • Námsferilsyfirlit með árangursröðun (fæst á Þjónustuborði)
  • Kynningarbréf (1 bls.)

Við mat á umsóknum er tekið tillit til kynningarbréfs, einkunna, framgangs í námi og viðtals (ef til kemur). 

Frekari upplýsingar eru veittar á Skrifstofu alþjóðasamskipta, ask@hi.is og í síma 525 4311. 

-----------

Summer Program at the Nordic Centre India 2020

Application Deadline is March 2, 2020

Students at the University of Iceland can apply for a Summer School at the Nordic Centre India. This is a unique opportunity for students to take a part of their university studies in India and discover incredible Indian culture.
 
The Nordic Centre India (NCI) is a joint Nordic education centre, which the University of Iceland is a part of. Every year, numerous students and academics from the Nordic Countries visit NCI for study and research and enjoy its in-residence programme with a furnished apartment. The Summer Programs at the Nordic Centre are very ambitious and admission is on a selective basis from partner universities. The summer programmes are held in partnership with highly respected universities in India. Students stay in dormitories and become a part of a Nordic student group. This way, participating students gain a contact network in India and in the Nordics. 
 
In 2020, the following summer programmes are on offer:

The summer programs count as 7.5 ECTS and can be evaluated as part of study record at the University of Iceland provided that students sign a learning agreement with their department (which has to approve the course). It is also an option to do an additional final assignment and receive 10 credits.
 
School fees vary from program to program. An effort is made to keep the school fees at a modest level for partner universities. Housing is included in the two first programs mentioned above. Students themselves pay other costs, such as air ticket, accommodation and meals.
 
Elegibility criteria:
•    Applicants shall be students at the University of Iceland and to have completed at least 60 ECTS credits at undergraduate level when the summer school starts. 
 
Electronic application

Applications are submitted electronically along with accompanying documents in attachment

Accompanying documents:

  • Transcript of records with ranking (available at the Service Desk in the University Centre (Háskólatorg))
  • Personal statement (1 page)

During the selction process the following are taken into account: the personal statement, grade transcript, academic progress as well as interview (if applicable). 

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.