Skip to main content
1. júlí 2020

Vilhelm hlýtur framgang í starf fræðimanns

Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, hefur hlotið framgang í starf fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands. Ákvörðunin er grundvölluð á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálits og afgreiðslu framgangsnefndar Háskóla Íslands. Framgangurinn við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er frá 1. júlí 2020. Staðan er sambærileg við starfsheitið dósent við deildir skólans. 

Akademískir starfsmenn háskólans geta samkvæmt reglum skólans sótt um framgang í starfi fyrir 1. nóvember ár hvert. Er í höndum sérstakrar framgangsnefndar að leggja mat á umsóknirnar að fengnu áliti dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra, eða í tilviki Stofnunar rannsóknasetra, forstöðumanns hennar.

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands óskar Vilhelmi hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra