Skip to main content
22. desember 2023

Verðlaunaður fyrir afburðaárangur í verkfræði við Háskóla Íslands

Verðlaunaður fyrir afburðaárangur í verkfræði við Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Trausti Lúkas Adamsson, BS-nemi á þriðja ári í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvalds, afhenti styrkinn.

Sjóðurinn styrkir árlega efnilega nema í verkfræði við Háskóla Íslands til framhaldsnáms. Sá nemandi sem er með hæstu meðaleinkunn eftir annað ár í grunnnámi hlýtur styrkinn hverju sinni. 

Trausti Lúkas lauk stúdentsprófi af raungreinabraut Menntaskólans á Akureyri árið 2021 og var jafnframt dúx skólans. Hann hóf nám við Háskóla Íslands sama ár og hlaut styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands sem veittur er nýnemum sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Trausti Lúkas tilheyrði Team Spark, kappakstursliði HÍ árið 2022-2023, og tók þá í hönnun og smíði á rafknúna kappakstursbílnum TS-23. Hann stefnir á framhaldsnám í vélaverkfræði.

Vigdís segir hér frá Þorvaldi, bróður sínum, og sjóðnum og ræðir einnig um brautryðjendastarf föður síns í verkfræði við Háskóla Íslands.

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents var stofnaður af foreldrum hans, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, fyrrverandi forseta verkfræðideildar Háskóla Íslands. Árlega er veitt viðurkenning úr sjóðnum til afburðanemanda í verkfræði við Háskóla Íslands. Sjóðurinn var stofnaður á 21 árs afmæli Þorvalds, þann 21. desember 1952.

Myndir Kristins Ingvarssonar frá afhendingu styrksins á Háskólatorgi má sjá hér að neðan.

Vigdís Finnbogadóttir og Trausti Lúkas Adamsson við afhendingu styrksins
Jón Atli Benediktsson rektor tekur á móti Vigdísi.
Gestir við athöfnina
Gestir við athöfnina
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræð- og náttúruvísindasviðs, ávarpar gesti.
Gestir við athöfnina
Gestir við athöfnina
""
Vigdís Finnbogadóttir og Trausti Lúkas Adamsson við afhendingu styrksins.
Vigdís Finnbogadóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Jón Atli Benediktsson við afhendingu styrksins.
Vigdís Finnbogadóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Jón Atli Benediktsson við afhendingu styrksins.
Sigurður Magnús Garðarsson, Vigdís Finnbogadóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Jón Atli Benediktsson við afhendingu styrksins.
Trausti Lúkas Adamsson og Jón Atli Benediktsson við afhendingu styrksins.