Skip to main content
18. febrúar 2020

Ritstjórn Studia Theologica fundar í fyrsta skipti á Íslandi

Ritstjórn Studia Theologica. Nordic Journal of Theology fundaði nýverið í fyrsta skipti á Íslandi en Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, tók við ritstjórastarfinu síðastliðið sumar.

Studia Theologica er ritrýnt, alþjóðlegt tímarit sem hefur það að megin markmiði að vera vettvangur fyrir fræðigreinar guðfræðinga á Norðurlöndunum. Útgefandi ritsins er Routledge – Taylor & Francis Group og í því eru birtar greinar á ensku af öllum fræðasviðum innan guðfræðinnar. Tímaritið er stofnað árið 1947 og er í eigu guðfræðideilda háskóla á Norðurlöndunum og sitja fulltrúar þeirra í stjórn þess. Ritinu er nú í fyrsta skipti stýrt af fulltrúa Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands.

Hér má lesa tímaritið á vef Taylor & Francis Online.

Ritstjórn Studia Theologica í Háskóla Íslands.