Opinn fundur um auðlindarentu og nærsamfélagið | Háskóli Íslands Skip to main content
30. janúar 2015

Opinn fundur um auðlindarentu og nærsamfélagið

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hélt á dögunum opinn fund í tilefni af nýrri skýrslu sinni: Auðlindarenta og nærsamfélagið.

Skýrslan varpar m.a. ljósi á umgjörð raforkumála í Noregi og fleiri löndum sem nota vatnsaflsvirkjanir til raforkuvinnslu.

Af þeirri kortlagningu má álykta að meta þurfi þjóðhagslegan kostnað og ávinning þess að skilgreina réttindi tengd raforkumálum þannig að sátt ríki um nýtingu auðlindarinnar.

Dr. Gunnar Haraldsson og Jónas Hlynur Hallgrímsson hagfræðingar unnu skýrsluna og kynntu hana.

Þeir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka orkusveitarfélaga, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sögðu nokkur orð áður en boðið var upp á umræður og spurningar úr sal.

Fundinn í heild sinni má horfa á hér að neðan, hann byrjar á mínútu 49:08.

Auðlindarenta og nærsamfélagið