Skip to main content
30. október 2018

Nýtt rit um fjölmenningu og félagslegt réttlæti í menntun á Íslandi

Út er komin bókin Icelandic Studies on Diversity and Social Justice in Education í ritstjórn Hönnu Ragnarsdóttur, prófessors í fjölmenningarfræðum, og Samúels Lefever, dósents í kennslufræði erlendra tungumála við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í bókinni eru kynntar íslenskar rannsóknir um þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölmenningarlegu skólastarfi. Enn fremur er varpað ljósi á reynslu nemenda, foreldra og kennara barna af erlendum uppruna af skólastarfi og viðhorf ungs fólks til margbreytileika, mannréttinda og fjölmenningar.

Eftirfarandi fræðimenn rituðu kafla í bókinni: Anh-Dao Tran, Eva Harðardóttir, Gestur Guðmundsson, Gunnar E. Finnbogason, Gunnar J. Gunnarsson, Halla Jónsdóttir, Hanna Ragnarsdóttir, Heather Cline, Hermína Gunnþórsdóttir, Hrund Þórarins Ingudóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir, Jóna G. Ingólfsdóttir, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, Markus Meckl, Samúel Lefever, Sigríður Ólafsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir, Stéphanie Barillé, Susan Rafik Hama, Susan Walker, og Vilborg Jóhannsdóttir.

Útgefandi bókarinnar er alþjóðlega fræðaforlagið Cambridge Scholars Publishing í Bretlandi sem hefur gefið út fjölda rita á sviði félags-, heilbrigðis- og hugvísinda. Bókin er í ritröðinni Nordic Studies on Diversity in Education. Bókin mun nýtast kennurum á öllum skólastigum, kennaranemum, fræðimönnum og stefnumótandi aðilum í menntakerfinu. Þrátt fyrir að í bókinni sé stuðst við rannsóknir á íslensku samfélagi og menntakerfi á hún erindi í alþjóðlega umræðu um fjölbreytni og félagslegt réttlæti í menntun.

Hægt er að kaupa bókina á vef forlagsins.

Út er komin bókin Icelandic Studies on Diversity and Social Justice in Education í ritstjórn Samúels Lefever, dósents í kennslufræði erlendra tungumála, og Hönnu Ragnarsdóttur, prófessors í fjölmenningarfræðum.