Skip to main content
1. júlí 2022

Nýsköpunarstofa menntunar kynnt á dögunum

 Nýsköpunarstofa menntunar kynnt á dögunum - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg undirrituðu nýverið samstarfssamning um stofnun og rekstur Nýsköpunarstofu menntunar. Stofan mun hafa aðsetur í Mýrinni, nýsköpunarsetri háskólans í Grósku en þar var efnt til kynningar- og samráðsfundar um Nýsköpunarstofu menntunar með hagaðilum og bakhjörlum.

Hin nýja Nýsköpunarstofa menntunar mun koma til með að styðja við nýsköpun á sviði menntunar, þróun hugmynda og aðferða sem tengjast formlegu og óformlegu námsumhverfi, hæfniþróun, nýjum leiðum í námi og kennslu, stafrænu námsumhverfi og menntun til framtíðar.  Til stendur að efna til breiðrar samfylkingar um nýsköpun á sviði menntunar með tilstuðlan öflugra bakhjarla úr atvinnulífi, háskólum landsins, þekkingarfyrirtækjum, fagfélögum og sveitarfélögum landsins. Af því tilefni var efnt til kynningar- og samráðsfundar um Nýsköpunarstofu menntunar þar sem leitast verður eftir samtali við væntanlega samstarfs- og stuðningsaðila og mögulega aðkomu þeirra að stofunni.

Fundurinn var vel mættur af verðandi hagaðilum hinnar nýju Nýsköpunarstofu menntunar. Góðar og gagnlegar samræður áttu sér stað um þær áskoranir sem menntasamfélagið stendur frammi fyrir og þörfina á að leysa þær í öflugu samstarfi þessa breiðu fylkingar, ólíkra hagaðila.

Niðurstaða fundar var að mynda ráðgjafahóp stofunnar, samsettan af hópi bakhjarla stofunnar. Auk þess var ákveðið að ráða verkefnisstjóra sem mun tengja saman hagaðila og bakhjarla, gera verkefnislýsingar og áætlanir. Að sama skapi verður sett upp heimasíðu stofunnar þar sem finna megi náms- og stuðningsefni um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, framtíðartorg - stafrænan umræðuvettvang um framtíð menntunar og hæfniþróun, verkfærakistu og almenna miðlun um nýsköpun menntunar og styrkjamöguleika.

Starfsemi Nýsköpunarstofa menntunar verður komin á fullt skrif með haustinu og því spennandi tímar framundan.

Fríða Bjarney og Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri Nýsköpunar og frumkvöðlamenntar hjá Menntavísindasviði HÍ.