Skip to main content
14. ágúst 2020

Nýr starfsþjálfunarsamningur við PricewaterhouseCoopers

""

Í dag undirrituðu Katrín Ingibergsdóttir mannauðsstjóri PwC og Ásta Dís Óladóttir dósent, samning um starfsþjálfun fyrir BS nemendur á sviði reikningshalds við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ásta Dís sagðist fagna þessum samningi við PwC mjög og hlakkar til samstarfsins enda mikilvægt fyrir BS nemendur á sviði reikningshalds að fá tækifæri til þess að kynnast endurskoðun og starfsemi endurskoðunarfyrirtækja. 
Katrín sagði við undirritunina: „Við hjá PwC erum virkilega spennt fyrir því að bjóða nemum í grunnnámi tækifæri til að kynnast starfi endurskoðenda betur og eiga kost á því að efla færni sína hjá okkur. Félagið hefur ávallt lagt ríka áherslu á sterk tengsl við fræðasamfélagið og er þetta samstarf því góð staðfesting á því. Starfsþjálfunin gefur háskólanemum gott tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og fá tækifæri til að kynnast starfsemi fyrirtækja áður en tekin er ákvörðun um frekara nám eða sérsvið. PwC hlakkar til að taka á móti nemendum frá Háskóla Íslands í starfsþjálfun.“

PricewaterhouseCoopers lógó