Skip to main content
29. desember 2017

Ný bók um gildi í leikskólastarfi á Norðurlöndum

Út er komin bókin Values in Early Childhood Education í ritstjórn Jóhönnu Einarsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og Evu Johansson, prófessors við Háskólann í Stafangri í Noregi. Bókin fjallar um gildi og miðlun gilda í leikskólum á Norðurlöndum og er byggð á rannsóknarverkefninu Values Education in Nordic Preschools: Basis of Education for Tomorrow sem styrkt var af NordForsk. Í rannsókninni er litið á leikskóla sem félagslegan vettvang þar sem gildum er miðlað bæði meðvitað og ómeðvitað. Börn tileinka sér þau gildi sem leikskólakennarar miðla í leikskólastarfinu. Verkefnið hafði það að markmiði að rannsaka þau gildi, sem norrænir leikskólar byggja starf sitt á, og greina hvernig þeim gildum er miðlað til leikskólabarna.

Lykilspurningar, sem leitast er við að svara í bókinni, eru: Hvaða megingildi einkenna leikskólastarf á Norðurlöndum og hvernig upplifa leikskólakennarar, foreldrar og börn miðlun þessara gilda? Hvers konar átökum, milli gilda, standa leikskólakennarar frammi fyrir? Hvaða lærdóm má draga af rannsókninni um starfshætti og stefnumótun í leikskólum?

Bókin er hluti af ritröðinni Towards an Ethical Praxis in Early Childhood. Alls eru tíu kaflar í bókinni og eru höfundar eru frá öllum Norðurlöndum. Auk Jóhönnu ritaði Hrönn Pálmadóttir lektor við Menntavísindasvið, kafla í bókina.

Routledge-forlagið gefur bókina út.

Út er komin bókin Values in Early Childhood Education í ritstjórn Jóhönnu Einarsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og Eva Johansson, prófessors við Háskólann í Stavanger, Noregi.