Skip to main content
8. febrúar 2018

Mikill áhugi á hádegisfyrirlestri um ráðningamarkaðinn

Það var fjölmennt á hádegisfundi Viðskiptafræðideildar þegar Leifur Geir Hafsteinsson aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs var með erindið ráðningamarkaðurinn með augum ráðningaráðgjafans en hann er doktor í vinnusálfræði og hefur á undanförnum árum haft umsjón með fjölda ráðninga forstjóra og framkvæmdastjóra á almennum markaði sem og hjá hinu opinbera. Í erindinu kom Leifur Geir inn á ýmis praktísk atriði fyrir stjórnendur og umsækjendur um atvinnumarkaðinn í dag, þróun í aðferðum við ráðningar og ýmsa pytti sem gott er að varast vilji maður byggja upp farsælan starfsferil. 

Hann fór yfir ferli á ráðningum m.a. með starfsgreiningu, líkan af starfi, öflun umsækjenda og valferlið sjálft og sagði frá þeim helstu þáttum sem þarf að meta við ráðningar eins og með mælingum, að safna gögnum, ferilskrár, kynningarbréf, viðtöl, prófum og starfstengdum verkefnum.

Að sögn Leifs Geirs eru almennt góðar horfur á ráðningamarkaðinum í dag og mörg fjölbreytt störf í boði.