Skip to main content
25. janúar 2019

Meistaranemar kynna lokaverkefni á málþingi

Fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntavísinda verða kynntar á málþingi meistaranema sem fram fer í Háskóla Íslands 31. janúar nk. frá kl. 12.30-16.10. Þar munu M.Ed.- og MA-nemar sem útskrifast í febrúar flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum.

Meðal þess sem fjallað verður um er skapandi námsumhverfi fyrir nemendur 21. aldar, stærðfræðikennsla á yngsta stigi, læsi, vímuefnaforvarnir, upplifun og reynsla mæðra barna á einhverfurófi af grunnskólagengi þeirra, fjármálakennsla á unglingastigi og margt fleira.
Mikill vöxtur hefur verið í framhaldsnámi við Menntavísindasvið undanfarin ár en sviðið menntar kennara fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa.

Ókeypis er á málþingið og er það öllum opið. 

Viðburðurinn á Facebook

Dagskrá málþingsins og nánari upplýsingar um einstaka málstofur má finna HÉR.

Fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntavísinda verða kynntar á málþingi meistaranema sem fram fer í Háskóla Íslands 31. janúar nk. frá kl. 12.30-16.10. Þar munu M.Ed.- og MA-nemar sem útskrifast í febrúar flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum.