Skip to main content
6. febrúar 2020

Háskóli Íslands tekur þátt í UTmessu í Hörpu

""

Háskóli Íslands býður alla velkomna í heimsókn á UTmessuna  laugardaginn 8. febrúar frá kl. 10 - 17 þar sem gestum gefst kostur á að fræðast á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt um tækni og vísindi í háskólasamfélaginu.

Á sýningarsvæði Háskóla Íslands í Silfurbergi A verður fjölbreyttur fróðleikur og skemmtun í boði.

  • Vísindasmiðja Háskólans leiðir gesti inn í leyndardóma vísindanna.
  • Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um nýja rafmagnsknúna kappaksturbílinn sinn
  • Sjáðu Ísland í öðru ljósi: Hitamyndataka úr flugvél varpar ljósi á umhverfi og náttúru landsins sem ekki sést með berum augum í verkefni sem unnið er af Verkfræðistofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Landmælingar Íslands.
  • Hvað er örtækni? Starfsmenn Grein Research fræða gesti um rannsóknir í örtækni og hvernig hún hefur áhrif á okkar daglega líf.
  • Prófaðu tölvuleiki nemenda í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
  • Prófaðu tölvuleikinn Mína og draumalandið hjá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
  • Ertu lagviss eða laglaus? Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining rannsaka tóna- og taktvísi Íslendinga.
  • Neðansjávarfornleifar: Kafaðu að skipsflaki í sýndarveruleika með fornleifafræðinni í Háskóla Íslands.
  • Kynntu þér vélar og tæki nemenda í tæknifræði við Háskóla Íslands.
  • Sigurvegarar Legokeppninnar 2019 sýna forritun með Lego og kynna rannsóknaverkefni sitt.
  • Reboot Hack Iceland kynnir nýsköpunarkeppni háskólanema sem haldin verður í Háskóla Íslands 14. til 16. febrúar.
  • Ada - hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ kynnir starfsemi sína

Hönnunarkeppni Háskóla Íslands fer fram í Silfurbergi B og hefst keppni klukkan 12.

Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem nemendur í véla- og iðnaðarverkfræði skipuleggja. Þar hanna keppendur farartæki og keppa á braut þar sem reynir á hugvit, nýsköpun og frumlegheit til að leysa viðfangsefni brautarinnar. 

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Facebook viðburður Háskóla Íslands á UTmessu

Frá hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema