Skip to main content
7. desember 2017

Hádegisfundur um þróun og horfur í verslun

""

Það var fjölmennt á hádegisfundi Viðskiptafræðideildar þegar Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans hélt kynningu um þróun og horfur í verslun. Hann fór m.a. yfir heildarveltu í smásöluverslun, en um 25 þúsund manns á Íslandi hafa verslun að aðalstarfi. Í árslok 2016 voru 2.236 smásölufyrirtæki í landinu og hefur þeim fækkað síðustu ár. Ytri aðstæður til verslunar á Íslandi eru nú með besta móti. Einnig kom fram í greiningu hans að einkaneysla hefur náð nýju hámarki og hann telji að verslun hafi náð sér að mestu leyti eftir efnahagshrunið.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður af greiningu á Svavars á þróun í verslun.

Ytri aðstæður verslunar eru almennt hagstæðar

  • Vaxandi  kaupmáttur almennings
  • Sjálfbær vöxtur einkaneyslu síðustu ár og horfurnar fyrir næstu ár góðar
  • Lækkandi innflutningsverð
  • Bætt samkeppnisstaða með afnámi tolla og vörugjalda
  • Markaðurinn stækkar með fjölgun landsmanna og erlendra ferðamanna

Helstu áskoranir

  • Aukin samkeppni við erlenda verslun hér heima og erlendis
  • Hár vaxtakostnaður í samanburði við útlönd
  • Spenna á vinnumarkaði og mikil hækkun launakostnaðar síðustu ára.
  • Aukið flökt á krónunni
Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans
""
""
""
""
Gyða Hlín Björnsdóttir markaðsstjóri Viðskiptafræðideildar
""
""
""