Gyða Hlín Björnsdóttir ráðin deildarstjóri Viðskiptafræðideildar | Háskóli Íslands Skip to main content

Gyða Hlín Björnsdóttir ráðin deildarstjóri Viðskiptafræðideildar

29. nóvember 2018
""

Gyða Hlín Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra Viðskiptafræðideildar frá og með 15. nóvember. Gyða mun formlega taka við deildinni þann 1. febrúar næstkomandi þegar núverandi deildarstjóri, Kristín Klara Einarsdóttir lætur af störfum. 

Gyða Hlín lauk MBA námi við Háskóla Íslands árið 2014 og markaðssamskiptum við Háskólann á Bifröst árið 2012 og hefur síðastliðin fjögur ár starfað hjá Háskóla Íslands, nú síðast sem markaðsstjóri Viðskiptafræðideildar.

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er elsti og stærsti Viðskiptaháskóli á Íslandi. Deildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í liðlega sjö áratugi. Á sama tíma hefur deildin lagt metnað sinn í að auka og miðla framúrskarandi og alþjóðlega viðurkenndri þekkingu á þessu sviði og þjónustu við íslenskt atvinnulíf en við deildina stunda um 1400   nemendur nám á 12 sérsviðum í framhaldsnámi, doktorsnámi auk grunnáms.

Gyða Hlín Björnsdóttir, deildarstjóri Viðskiptafræðideildar