Skip to main content
15. janúar 2018

Gróðurhúsaáhrifin frá sjónarhorni femínískrar guðfræði

Nýverið gaf Fortress Press út Planetary Solidarity: Global Women´s Voices on Christian Doctrine and Climate Justice, greinasafn um gróðurhúsaáhrifin frá sjónarhorni femínískrar guðfræði. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Háskóla Íslands, er einn höfunda.

Konur skipa meirihluta fátækra í heiminum og því eru meiri líkur á að lífsafkoma þeirra byggi á nýtingu náttúruauðlinda en karla. Þær eru því berskjaldaðri fyrir breytingum af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamförum sem þeim fylgja. Í bókinni er því velt upp hvernig kristin kenning geti varpað ljósi á tengsl þjáninga kvenna og jarðarinnar á tímum loftslagsbreytinga.

Það er alþjóðlegur hópur fræðikvenna sem birtir greinar í bókinni. Allar eiga þær það sammerkt að nálgast umfjöllunarefnið út frá eftirlendurfræðum (postcolonial) og femínískri greiningu, auk þess sem greinarnar byggja á fjölbreyttum kirkju- og trúarhefðum. Fjallað er um mögulegan þátt trúarkenninga við að bæta samband manns og náttúru, ekki síst með tilliti til kyns, kynþátta, stétta og þjóðernis. Meðal kenninga sem fjallað er um í bókinni eru sköpunarsagan, heilög þrenning, mannfræði, syndin og heimsslitafræði.

Arnfríður Guðmundsdóttir