Breytingar á setningagerð í tungumálum heims | Háskóli Íslands Skip to main content
8. apríl 2021

Breytingar á setningagerð í tungumálum heims

Breytingar á setningagerð í tungumálum heims - á vefsíðu Háskóla Íslands

Út er komin bókin Syntactic Features and the Limits of Syntactic Change. Útgefandi er Oxford University Press en ritstjórar eru prófessorar við Háskóla Íslands, þeir Jóhannes Gísli Jónsson, Íslensku- og menningardeild, og Þórhallur Eyþórsson, Mála- og menningardeild.

Bókin fjallar um breytingar á setningagerð í tungumálum heims og rannsóknir á fræðilegum hömlum sem þeim kunna að vera settar. Bókin skiptist í fjórtán kafla auk inngangs eftir ritstjórana. Á meðal kaflahöfunda eru þau Anton Karl Ingason, lektor við Íslensku- og menningardeild, og Iris Edda Nowenstein, doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Aðrir höfundar eru sérfræðingar í sögulegum málvísindum og setningafræði og starfa í Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Grikklandi, Ítalíu, Kanada, Póllandi, Suður-Kóreu, Ungverjalandi og Þýskalandi. Kaflarnir eru byggðir á erindum sem voru haldin á ráðstefnu um sögulega setningafræði (DiGS15) í Háskóla Íslands vorið 2015. Bókin er rúmlega 400 blaðsíður.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um bókina.

Út er komin bókin Syntactic Features and the Limits of Syntactic Change í ritstjórn Jóhannesar Gísla Jónssonar og Þórhalls Eyþórssonar.