Skip to main content

Hnattræn fræði - Viðbótardiplóma

Hnattræn fræði - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Hnattræn fræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Í náminu öðlast nemendur fræðilega þekkingu á fjölmenningu og tengdum viðfangsefnum svo sem fólksflutningum, þjóðerni, kynþáttahyggju, aðlögun og samþættingu. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Hnattvæðing (MAN095F)

Í námskeiðinu verða skoðaðar nýlegar kenningar og rannsóknir sem tengjast hnattvæðingu og hnattrænum ferlum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir mikilvæg þemu sem tengjast hnattvæðingarferlum.  Skoðaðar verða rannsóknir sem varpa ljósi á ólíkar hliðar hnattvæðingar og afleiðingar fyrir félagslegan, efnislegan og pólitískan veruleika. Í námskeiðinu er bæði fjallað á gagnrýnin hátt um fyrrnefnd hugtök en einnig lögð áhersla á að skoða rannsóknir á hvernig fólk er þátttakendur/þolendur/gerendur í hnattvæðingarferlum.

Kennslan felst í fyrirlestrum og umræðum. 

Námskeiðið verður kennt á ensku

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks með áherslu á milli- og lágtekjulönd og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði verður skoðað í hnattrænu ljósi og forvarnir og samfélagsleg þýðing sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóler, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, nýju Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd (FVS102M)

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og skilning fagfólks og háskólanema á málefnum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd frá sjónarhóli félagsráðgjafar, lögfræði og mannfræði. Í námskeiðinu verður m.a.  fjallað  um:

  • Málefni  flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd almennt í heiminum í dag en sérstök áhersla lögð á Ísland,
  • Helstu kenningar og megináherslur fræðimanna í málaflokknum,
  • Skilgreiningar helstu hugtaka,
  • Réttarstöðu flóttafólks skv. íslenskum rétti og alþjóðarétti sem og tengsl milli mannréttinda og verndar flóttamanna,
  • Ólíka stöðu karla, kvenna og barna,
  • Einstaka hópa flóttafólks svo sem kvótaflóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd, börn án fylgdarmanns, ríkisfanglausa einstaklinga, þolendur mansals  o.fl.,
  • Áhrif landflótta á líf einstaklinga og fjölskyldna og þá fjölmörgu áhrifaþætti sem móta stöðu og reynslu  í nýju landi.
X

Mannfræði lista (MAN0A6F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir umfjöllun mannfræðinga um list í gegnum tíðina. Ólíkar skilgreiningar á hugtakinu list verða skoðaðar og í því samhengi tengsl þessa hugtaks við fagurfræði og siðferði. Leitað verður svara við þeirri spurningu hvort líta megi á hugtakið sem algilt, hvort verk, sem hinni vestrænt mótuðu skynjun þykir listræn í öðrum menningarsamfélögum, séu í raun list fyrir þá sem skapa þessi verk. Höfundaréttur, upprunaleiki og ýmis vandamál samfara samskiptum ólíkra menningarlegra hefða verða einnig tekin til athugunar. Til að varpa ljósi á þessa þætti verður leitað í etnógrafíuna og tekin dæmi frá ýmsum samfélögum víða um heim.

X

Fjölmenning og fólksflutningar (MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Ímyndir, vald og framandleiki (MAN101F)

Námskeiðið varpar ljósi á hvernig fordómar og staðalmyndir eru hluti af afmörkunarferli sem er rakið til nýlenduhyggju. Í námskeiðinu er því rýnt ferli afmörkunnar út frá gagnrýnum kenningum um kynþætti og eftirlendustefnu. Áhersla er lögð á að skoða ímyndir og orðræður fortíðar og nútímans um fólk sem eru afmarkað í samfélögum sem „hin‘“og hvernig „Hinun“ á sér stað. Út frá því gagnrýna ljósi, er ímyndasköpunin sem átti sér stað á tímum nýlenduveldanna greind sem og söguleg tenging þeirra við hugmyndir um menningu, sjálfsmyndir og þróun. Ferli sem jafnan er tengt við óríentalisma. Ennfremur er áherslan á tengingu eldri orðræðu við nýlenduhyggju, þjóðersnishyggju, og birtingamyndir nútímans sem beinast að jaðarsettum hópum i Evrópu. 

Í námskeiðinu, er einnig skoðað hvernig slíkar orðræður hafa áhrif á sjálfsmyndir samfélagslega flokkaða hópa, afmörkun byggða á líkamlegum forsendum og afmarkaða staði. Að því leiti, er skoðað atbeni fólks, mótsstöður, og leiðir til viðnáms gegn jaðarsentingu og rasisma. Að lokum er rýnt í hvenrig mannfræðilegar rannsóknir og afstaða fræðimanna hefur spilast inn í þekkingarmynstur og pólítik fortíðar og nútíðar.  

Námskeiðið er kennt á ensku.  

X

Verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir (MAN701F)

Í námskeiðinu verða kynnt helstu hugtök og nálganir sem notuð eru við undirbúning, eftirfylgni og úttektir á verkefnum/starfsemi. Fjallað verður meðal annars um greiningu þess vanda sem verkefni er ætlað að leysa, kortlagningu hagsmunaaðila, hönnun verkefnaáætlunar, lýsingu á eftirfylgd, verklýsingu úttektar (e. Terms of Reference – TOR), gagnaöflun, skýrslugerð um framvindu verkefna og niðurstöður úttektar, endurskoðun verkefnaáætlunar og upplýsingagjöf. Lögð verður áhersla á mikilvægi þátttöku hagsmunaaðila og samþættingu kynjasjónarmiða. Nálganir sem kenndar eru í námskeiðinu eiga rætur í  alþjóðlegri þróunarsamvinnu en þær má nýta við undirbúning, eftirfylgni og úttekt á margskonar verkefnum/starfsemi. Við kennsluna verður stuðst við samblöndun kenningalegrar umfjöllunar og lausn hagnýtra verkefna.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.