Barnavernd - Viðbótardiplóma


Barnavernd (ekki tekið inn í námið 2023-2024)
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir þverfaglega þekkingu, bæði fræðilega og hagnýta á sviði barnaverndar og auka færni háskólamenntaðra starfsmanna.
Umsækjendur skulu starfa við málsmeðferð hjá barnaverndarnefnd og hafa minnst þriggja ára starfsreynslu á því svið ásamt því að vera í handleiðslu á vegum síns vinnustaðar þann tíma sem námið stendur.
Skipulag náms
Börn og fjölskyldur (FRG123F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist dýpri þekkingu á vinnu með börnum og fjölskyldum sem barnaverndarnefndir hafa afskipti af. Farið verður yfir ríkjandi stefnur og strauma í barnaverndarstarfi. Nemendur munu fá þjálfun og kennslu í viðtalstækni sem nýta má í vinnu með börnum og fjölskyldum og áhersla lögð á að kynna ýmis hjálpargögn í slíkri vinnu.
Lög, vinnulag og samstarf (FRG236F)
Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu nemenda á barnaverndarlögunum, hlutverki þeirra og samspili við önnur lög svo sem barnalög, grunn- og framhaldsskólalög, félagsþjónustulög, lög um málefni fatlaðs fólks og samhengi þeirra við alþjóðalög og samninga. Leitast verður við að kynna sjónarhorn þeirra sem vinna að barnaverndarmálum á öðrum vettvangi svo sem dómara, lögmanna, réttargæslumanna og formanna barnaverndarnefnda.
Fagmaðurinn og leiðtoginn í barnaverndarstarfi (FRG311F)
Markmið námskeiðsins er að styrkja leiðandi og faglegt hlutverk barnaverndarstarfsmannsins innan eigin vinnustaðar og úti á vettvangi. Áhersla verður lögð á að kynna aðferðir sem eru líklegar til að viðhalda áhuga og ástríðu fyrir starfinu, svo sem handleiðslu, núvitund og samkennd. Hér verður lögð áhersla á rannsóknir og hvernig þær nýtast í starfi, faglegum þroska, starfþróun og við mat á vinnslu barnaverndarmála.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.